Indíánar heimsóttu Langholtsskóla

Jim Smart

Indíánar heimsóttu Langholtsskóla

Kaupa Í körfu

Yngstu börnin í Langholtsskóla fengu óvænta og óvenjulega heimsókn í gær. Hópur amerískra frumbyggja frá Norður-Dakota í Bandaríkjunum, sýndi ýmsar listir á bókasafninu og börnin horfðu gagntekin á. Myndatexti: Kandi Lea Marie, sem var klædd búningi úr elgsskinni, leyfir ungri stúlku í Langholtsskóla að koma við hluti gerða úr hjartarskinni. Hún leyfði þeim líka að leika á flautuna sína sem hún hafði með sér frá heimaslóðum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar