Ísland - Slóvenía 28: 34

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Slóvenía 28: 34

Kaupa Í körfu

ÉG var sáttur við fyrri hálfleikinn, þá stóð vörnin fyrir sínu, en sóknarleikurinn virkaði aldrei í leiknum að mínu mati," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, sem hélt upp á afmæli sitt með því að vera jafnbesti leikmaður liðsins í 34:28-tapi Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumótsins í Celje. Guðmundur varði 19 skot, en það nægði ekki á 39 ára afmælinu til þess að ljúka deginum með sigri í afmælisgjöf. MYNDATEXTI: Þeir voru niðurlútir á bekknum eftir tapið í gærkvöldi - Jaliesky Garcia Padron, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar