Hafskipsmenn koma saman í Naustinu

Hafskipsmenn koma saman í Naustinu

Kaupa Í körfu

FYRRVERANDI starfsmenn Hafskips til sjós og lands, háir sem lágir, komu saman í Naustinu síðdegis í gær á árlegum fagnaðarfundi. Hafa samkomur þessar farið fram í 18 ár, eða frá því að Hafskip hætti starfsemi. Þegar mest lét voru um 50 Hafskipsmenn í Naustinu í gær og segir Jón Hákon Magnússon, fv. framkvæmdastjóri markaðssviðs, samkomurnar alltaf vera jafn skemmtilegar. Stemmningin sé eins og á ættarmóti þar sem menn faðmast og kyssast, segja skemmtisögur og rifja upp gamla tíma. Með Jóni Hákoni á myndinni eru f.v. Sigurbjörn Svavarsson, Þorvaldur Bogason, Valur Pálsson og Jón Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar