Vatnsendavegur við Elliðavatn

Vatnsendavegur við Elliðavatn

Kaupa Í körfu

Elliðaár | Vegagerð ríkisins lokaði á miðvikudag brúnni yfir ána Dimmu við Vatnsenda í Reykjavík. Dimma rennur úr Elliðavatni og í Elliðaárnar. Lokun brúarinnar gerir það að verkum að leiðin að íbúahverfinu Hvörfunum lengist og er nauðsynlegt að aka um Breiðholtsbrautina. Að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar er verið að leggja af gömlu gatnamótin inn á Elliðavatnsveginn og taka í notkun ný gatnamót sem eru ofar á Breiðholtsbrautinni frá Suðurlandsvegi. Önnur af brúnum yfir Dimmu mun því lokast til frambúðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar