Leikritasamkeppni framhaldsskólanema

Árni Torfason

Leikritasamkeppni framhaldsskólanema

Kaupa Í körfu

Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild LHÍ stóðu sameiginlega að örleikritasamkeppni fyrir framhaldsskólanema nú í vetur, og úrslitin voru gerð kunn á dögunum. Alls bárust 25 verk í samkeppnina. Dómnefnd skipuðu: Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistardeildar LHÍ, Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins, og Magnús Þór Þorbergsson, dramatúrg leiklistardeildar LHÍ./Verkið sem hlaut fyrstu verðlaun ber titilinn: Franskar kartöflur og pekingönd - Frelsiskartöflur og lýðræðisönd eftir Snæbjörn Brynjarsson. /Tveir stólar eftir Helgu Björgu Gylfadóttur varð í öðru sæti./Í þriðja sæti var verkið Jón Finnur jafnvægi eftir Jónu Hildi Sigurðardóttur.MYNDATEXTI: Verðlaunahafarnir í leikritasamkeppninni. (Verðlaunaafhending í leikritasamkeppni framhaldsskólanema)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar