Davíð Oddsson - 100 ára afmæli heimastjórnar

©Sverrir Vilhelmsson

Davíð Oddsson - 100 ára afmæli heimastjórnar

Kaupa Í körfu

Hundrað ára afmælis heimastjórnar minnst DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði blómsveig á leiði Hannesar Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrans, og konu hans, Ragnheiðar Hafstein, í kirkjugarðinum við Suðurgötu í gær. Voru fjölmargir afkomendur þeirra hjóna viðstaddir þessa stuttu athöfn sem fór fram í björtu og fallegu veðri. Að baki forsætisráðherra stendur einn þeirra, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, dótturdóttir Hannesar Hafstein og nafna ömmu sinnar, Ragnheiðar Stefánsdóttur Hafstein. Athöfnin var í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Hinn 1. febrúar 1904 tók Hannes Hafstein formlega við ráðherraembætti á Íslandi. Þar með var framkvæmdavaldið flutt inn í landið og Stjórnarráð Íslands stofnað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar