Stóll eftir Svein Kjarval

Ásdís Ásgeirsdóttir

Stóll eftir Svein Kjarval

Kaupa Í körfu

Klassískir íslenskir stólar í framleiðslu á ný eftir langt hlé Litli borðstofustóllinn eftir Svein Kjarval hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga, einum fjörutíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur. SAGA íslenskrar húsgagnahönnunar er ekki sérlega löng og þorri þeirra húsgagna sem prýða híbýli landsmanna er erlendur að uppruna. Íslenskir hönnuðir sækja þó sífellt í sig veðrið og er það ekki hvað síst í stólahönnun sem þeir hafa látið að sér kveða og er skemmst að minnast velgengni Sóleyjar Valdimars Harðarsonar og Delta Óla Jóhanns Ásmundarsonar. Það er því vel við hæfi að einn af stólum Sveins Kjarvals, Litli borðstofustóllinn, skuli nú hafa verið vakinn til lífsins á nýjan leik eftir langt hlé og það fyrir tilstilli dansks húsgagnaframleiðanda. En hulunni var svipt af fyrsta eintaki nýrrar framleiðslu stólsins í versluninni Epal síðla dags í gær. MYNDATEXTI: Hönnuðurinn: Sveinn Kjarval, sem hér sést með annarri stólahönnun sinni, hafði mikil áhrif á íslenska húsgagnasmíð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar