Hús flutt á nýjan grunn við Aðalstræti

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Hús flutt á nýjan grunn við Aðalstræti

Kaupa Í körfu

Húsið Aðalstræti 16 var í gærmorgun flutt aftur á upprunalegan stað. Það mun nú standa á grunni nýs hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu og verða hluti af húsaþyrpingu sem hýsa mun hótelið. Í grunni hótelsins er gert ráð fyrir fornleifakjallara sem reistur verður yfir rústir af bæ sem þar stóð og talið er að hafi risið á 10. öld. Þar eru minjar um upphaf byggðar á Íslandi og í Reykjavík og var jafnvel talið að mögulegt væri að Ingólfur Arnarson landnámsmaður hefði búið í honum þótt nýrri rannsóknir hafi leitt líkur að því að það sé örlítið yngra en svo.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar