Ólafur Magnússon

©Sverrir Vilhelmsson

Ólafur Magnússon

Kaupa Í körfu

REKSTUR á þriðju kynslóðar farsímaþjónustu í Svíþjóð og Danmörku hefur farið heldur rólega af stað en Ericsson og Nokia stefna bæði að því að setja á markað sína fyrstu farsíma fyrir þriðjukynslóðartækni síðar á þessu ári. Að sögn Ólafs Magnússonar verkfræðings, sem starfar hjá fjarskiptafyrirtækinu Tre í Stokkhólmi sem vinnur að uppsetningu þjónustunnar í Svíþjóð og Danmörku, má rekja rólega byrjun til þess að fyrirtækið er fyrst á markað og margir þekkja ekki muninn á hefðbundinni gsm-tækni og þriðju kynslóðinni, 3G símaþjónustu, sem svo er nefnd, sem byggist á háum gagnaflutningshraða sem flytur upplýsingar á rauntíma. Þá hafa eingöngu Motorola og NEC boðið upp á 3G síma en vörumerkin eru lítt þekkt í Skandinavíu sem hefur torveldað markaðssetningu. MYNDATEXTI Ólafur Magnússon

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar