Viðurkenning - Unglist 2003

Karl Á. Sigurgeirsson

Viðurkenning - Unglist 2003

Kaupa Í körfu

Unglist 2003 í Húnaþingi vestra fékk nýlega hvatningarviðurkenningu fyrir samnefnda héraðshátíð sem haldin var sl. sumar. Var verkefnisstjórninni afhent viðurkenningin 30. janúar í Þinghúsinu á Hvammstanga. Það var fjölmiðlahópur sem starfar í Húnaþingi vestra sem ákvað að veita viðurkenningu fyrir gott framtak á liðnu ári en fjölmiðlahópurinn samanstendur af Birni Traustasyni, Elínu R. Líndal og Karli Sigurgeirssyni. MYNDATEXTI. verkefnisstjórn Unglistar 2003, f.v. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Arnar Birgir Ólafsson, Sigurvald Ívar Helgason, Kjartan Óli Ólafsson, Kristín Guðmundsdóttir og Þorvaldur Björnsson. Á myndina vantar Þorbjörgu Valdimarsdóttur, Erling Viðar Eggertsson og Jóhönnu B. Guðmundsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar