Guðmundur í Nesi RE

Alfons Finnsson

Guðmundur í Nesi RE

Kaupa Í körfu

NÝTT frystiskip bættist í flota landsmanna á sunnudag þegar Guðmundur í Nesi RE kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið er gert út af Útgerðarfélaginu Tjaldi hf., sem er í eigu feðganna Kristjáns Guðmundssonar, Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar frá Rifi, þeirra hinna sömu og keyptu Útgerðarfélag Akureyringa af Brimi á dögunum. Er nýja skipið nefnt eftir föður Kristjáns og afa þeirra bræðra. Guðmundur í Nesi RE er 2.464 brúttótonn, 66 metra langur og 14 metra breiður, smíðaður í Noregi árið 2000 og þykir eitt af glæsilegri frystiskipum í Norður-Atlantshafi. MYNDATEXTI: Feðgarnir Guðmundur Kristjánsson og Kristján Guðmundsson um borð í nýja skipinu, Guðmundi í Nesi, sem Tjaldur gerir út.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar