Leikskólinn Klettaborg - Ný viðbygging

Leikskólinn Klettaborg - Ný viðbygging

Kaupa Í körfu

Grafarvogur | Ný 134 fermetra viðbygging var formlega tekin í notkun við leikskólann Klettaborg í Grafarvogi á dögunum. Í henni er gert ráð fyrir einni leikskóladeild þar sem nítján börn geta dvalið samtímis auk þess sem aðstaða starfsfólks batnar til muna. Með tilkomu nýju deildarinnar verða nú alls fjórar deildir í Klettaborg með rými fyrir 82 börn samtímis. Leikskólinn Klettaborg hóf starfsemi árið 1990 og hefur vaxið mjög síðan þá. Bætir viðbyggingin því úr brýnni þörf leikskólans fyrir aukið rými.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar