FSA - Opð hús

Kristján Kristjánsson

FSA - Opð hús

Kaupa Í körfu

FJÖLMARGIR lögðu leið sína á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á sunnudag, en þar var opið hús og starfsemin kynnt. Tilefni var 130 ára afmæli sjúkrahúsrekstrar á Akureyri og einnig eru 50 ár liðin frá því núverandi sjúkrahús á Eyrarlandsholti var tekið í notkun. Á flestum deildum gátu gestir kynnt sér þá starfsemi sem þar fer fram, m.a. á veggspjöldum, ljósmyndum og myndböndum, og þá voru ýmis lækningatæki til sýnis. MYNDATEXTI: Ingibjörg Helgadóttir, deildarstjóri skurðdeildar, sýnir gestum áhöld, tæki, gerviliði og fleira sem tengist gerviliðaaðgerðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar