Uppskeruhátíð UMFT

Finnur Pétursson

Uppskeruhátíð UMFT

Kaupa Í körfu

UMFT hélt sína árlegu uppskeruhátíð á Hópinu í Tálknafirði sl. laugardag. Bjarnveig Guðbrandsdóttir, formaður félagsins, fór yfir starfsemi þess síðastliðið ár og helstu afrek íþóttamanna. Útnefndir voru íþróttamenn í hverri íþróttagrein fyrir sig og úr þeirra hópi var svo valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Valið byggist á árangri og ástundun viðkomandi, en einnig er stuðst við umsögn þjálfara. Myndatexti: Verðlaun: Íþróttamenn sem fengu viðurkenningar hjá UMFT í Tálknafirði. F.v. María Berg Hannesdóttir, Herborg Hulda Símonardóttir, Kristján Sigurður Þórsson, Eydís Hulda Jóhannesardóttir, Sindri Sveinn Sigurðsson, Sveinn Valgeirsson, Jón Bjarnason og Sandra Lind Bjarnadóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar