Garpar ársins 2003 í Þingeyjarsýslum

Hafþór Hreiðarsson

Garpar ársins 2003 í Þingeyjarsýslum

Kaupa Í körfu

Við athöfn í Íþróttahöllinni á Húsavík fyrir skömmu kynnti Bjartsýnisfélagið Verðandi úrslit í kosningu á Garpi ársins 2003. Í samvinnu við héraðsfréttavefinn Skarp.is fór fram kosning í desember og byrjun janúar á Garpi ársins 2003 úr hópi þeirra sem valdir höfðu verið garpar hvers mánaðar 2003. Þrír efstu í þessari kosningu voru: 1. sæti Meistaraflokkur Völsungs í knattspyrnu, sem voru Garpar nóvember. 2. sæti Birgitta Haukdal, sem var valin Garpur í maí. 3. sæti Sigurður Hákonarson, sem var Garpur marsmánaðar. MYNDATEXTI: Garpar ársins 2003, Víðir Svansson knattspyrnuráðsmaður t.v., sem tók við viðurkenningu fyrir Völsunga ásamt Birni Elí syni sínum, Sylvía Haukdal sem tók við viðurkenningu Birgittu Haukdal og Sigurður Hákonarson. fv. Víðir Svansson með son sinn Björn Elí í fanginu, Sylvía Haukdal og Sigurður Hákonarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar