Vetrarhátíð Reykjavíkur 2004
Kaupa Í körfu
VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkur lauk í gær með samkomu í Elliðaárdal. Gestir söfnuðust saman í Minjasafni Rafveitunnar til að ljúka hátíðinni með pompi og pragt. Þá var fólk hvatt til að taka með sér vasaljós til að lýsa upp dalinn þar sem skemmtiatriði voru jafnt utan dyra sem innan. Á myndinni sést Lögreglukórinn en hann skemmti gestum ásamt kontrabassakvartettinum Tröllagígjunum. Hljómsveitin Tunnustafir lék fyrir gesti en meðlimir hennar nota m.a. olíutunnur og ryksugur við flutninginn. Tunnustafi skipa Olga Björk Ólafsdóttir, Ólafur Hólm, Richard Korn, Roland Hartwell og Steef van Oosterhout. Hljómsveitin Steintryggur, skipuð þeim Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni slagverksleikurum, spilaði einnig í dalnum á sunnudagskvöld. Andri Snær Magnason og Kristinn H. Þorsteinsson fluttu gjörning undir heitinu "Er ljóðið dautt?" Þá fluttu nemendur út Langholtsskóla Skuggaleikhús.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir