Rokský yfir Búrfelli

Jónas Erlendsson

Rokský yfir Búrfelli

Kaupa Í körfu

Búrfell í Mýrdal stendur eitt sér og sést vel af þjóðveginum. Allhvasst var í gær og víða vindský á himni. Þá hafði myndast þetta sérkennilega ský yfir fjallinu og engu var líkara en risastór, fljúgjandi diskur hefði stansað þarna til að geimverurnar gætu skoðað fjallið. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings myndast þessi ský vegna fjallabylgna, þegar loftið þvingast upp af fjöllum, og eru mjög stöðug. Eru þau þá í bylgjutoppi í loftinu. Er stundum talað um þau sem vindskafin netjuský, oddaský eða linsuský.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar