Portúgalinn hrekkjótti

Sigurður Aðalsteinsson

Portúgalinn hrekkjótti

Kaupa Í körfu

Þessi maður vakti óskipta athygli á Egilsstöðum á sunnudag, þar sem hann vafraði milli félaga sinna ofan úr Kárahnjúkum í Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa. Múnderingin var enda fáséð á karlmanni; ákaflega stutt pils sem flettist upp um manninn þegar hann brá sér út fyrir í nepjuna svo sá í nærklæðin, háhælaðir skór, stór sólgleraugu og blá skupla yfir fjólubláa hárkollu. Í fanginu hafði kauði eitthvað sem átti að líkjast brúðu og rorraði með hana fram og til baka um staðinn...... Þegar nánar var að gáð reyndist maðurinn vera portúgalskur verkamaður frá virkjunarsvæðinu og sagðist hann grípa til ýmissa uppátækja til þess að hrekkja vinnufélaga sína dálítið á frídögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar