Blönduvisjón á Blönduósi - Ardís Ólöf Víkingsdóttir

Jón Sigurðsson

Blönduvisjón á Blönduósi - Ardís Ólöf Víkingsdóttir

Kaupa Í körfu

Árshátíð Grunnskólans á Blönduósi var haldin um síðustu helgi og var margt til skemmtunar. Meðal annars fluttu nemendur leikritið Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Hólmfríðar Bjargar Jónsdóttur. Eftir að bornar höfðu verið fram veitingar sýndu nokkrar stúlkur söng- og dansatriði og skólahljómsveitin Death trap flutti nokkur lög. Hápunktur árshátíðarinnar var sem fyrr hin magnþrungna söngvarakeppni Blönduvisjón. Að þessu sinni voru flutt átta söngatriði og sigurvegari í keppninni var Heiðrún Ósk Jakobínudóttir, nemandi í 8. bekk, sem flutti lag Kristjáns Gíslasonar, MYNDATEXTI: Stjarna: Ardís Ólöf Víkingsdóttir vitjaði æskustöðvanna og leitaði uppi fjölina þar sem hún steig sín fyrstu skref í sönglistinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar