Ísland - Slóvenía 28:34

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Slóvenía 28:34

Kaupa Í körfu

MÖGULEIKI er á að lið sem eru skipuð íslenskum handknattleiksmönnum mætist í úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik en dregið var í gær í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu til undanúrslita í keppninni. Ciudad Real, sem Ólafur Stefánsson leikur með, mætir Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu í undanúrslitum og Magdeburg, sem Sigfús Sigurðsson leikur með og Alfreð Gíslason þjálfar, dróst á móti Flensburg. MYNDATEXTI: Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn heimamönnum í Celje í Slóveníu í síðasta mánuði og er hér í kapphlaupi við Ales Pajovic og Roman Pungartnik, landsliðsmenn Slóveníu. Ólafur heldur á ný til Celje í næsta mánuði með Ciudad Real hvar liðið mætir Celje Pivovarna Lasko og þá verður Pajovic (15) samherji Ólafs gegn heimamönnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar