Laxnes í Mosfellsdal - Truls Erik Dahl

Laxnes í Mosfellsdal - Truls Erik Dahl

Kaupa Í körfu

MENN íklæddir víkingafötum hafa riðið um Mosfellsdalinn síðustu daga, eltir af kvikmyndatökuliði frá Noregi. Þar er verið að taka upp myndband með lagi sem norskur tónlistarmaður, Dan Henry Bøhler, sem er fæddur árið 1981, samdi íslenska hestinum til heiðurs. Truls Erik Dahl, leikstjóri myndbandsins, segir að Bøhler hafi samið lagið á Miðaldadögum í Ósló árið 2002. Helgi "hestur" Þórarinsson, sem eigi um 40 íslenska hesta í Svíþjóð, stutt frá landamærum Noregs, hafi beðið Bøhler um að semja lag til heiðurs íslenska hestinum. MYNDATEXTI: Truls Erik Dahl leikstjóri gefur myndatökumanninum leiðbeiningar fyrir utan Laxnes í Mosfellsdalnum þar sem þeir unnu við tökur í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar