Dagur í lífi flugfreyju

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Dagur í lífi flugfreyju

Kaupa Í körfu

Flugfreyju- og flugþjónasstarfið er draumastarf margra og yfir því hvílir svolítill ævintýrablær. Vinsældir starfsins komu glögglega í ljós þegar rúmlega eitt þúsund umsóknir bárust um flugfreyju- og flugþjónastörf hjá Icelandair ekki alls fyrir löngu MYNDATEXTI: 13:30 Þegar á að halda heim á leið fylgist Björg með því þegar farþegarnir tínast inn í vélina. Ýmislegt getur gerst á leiðinni fyrir utan hin hefðbundnu störf. Einhver er flughræddur og þá er það flugfreyjan sem kemur til skjalanna hughreystandi. Fyrir "11. september" var þeim flughræddu stundum boðið fram í flugstjórnarklefann til að þeir sæju að þeir væru í góðum höndum en nú er það bannað af öryggisástæðum. Ýmsum finnst ákveðin rómantík fylgja því að vera upp í háloftunum. Heyrst hafa sögur af því að ást hafi kviknað í flugi. Það hefur líka gerst að fólk hefur látið pússa sig saman um borð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar