Dagur í lífi flugfreyju

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Dagur í lífi flugfreyju

Kaupa Í körfu

Flugfreyju- og flugþjónasstarfið er draumastarf margra og yfir því hvílir svolítill ævintýrablær. Vinsældir starfsins komu glögglega í ljós þegar rúmlega eitt þúsund umsóknir bárust um flugfreyju- og flugþjónastörf hjá Icelandair ekki alls fyrir löngu MYNDATEXTI:6:45 Björg eyðir engum tíma í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli heldur gengur rakleiðis um borð í flugvélina. Í þessari ferð gegnir hún stöðu fjórðu freyju. Það er því í hennar verkarhring að standa út við hlið og heilsa farþegum og taka við brottfararspjöldum. Hún veit nú þegar hve margir faþegar verða í fluginu til Osló eða 80 og hvernig þeir skiptast niður á Saga Class og almenna farrýmið. Slíkar upplýsingar fá flugliðar þegar þeir hittast í áhafnarherberginu á Loftleiðum. Á meðal farþega er barn sem er að ferðast eitt og á Björg að líta til með því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar