Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins

Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins

Kaupa Í körfu

Greinar byggðar á rannsókn Vinnueftirlits ríkisins meðal starfsfólks í öldrunarþjónustu hafa verið að birtast í erlendum fagtímaritum. Greinarnar eru eftir þau Kristin Tómasson yfirlækni, Hólmfríði K. Gunnarsdóttur sérfræðing og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur félagsfræðing. Björn Jóhann Björnsson hitti þau að máli og kynnti sér rannsóknirnar. Þau Kristinn, Guðbjörg Linda og Hólmfríður, sem öll starfa á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og gerðu þessa rannsókn, telja að þetta hafi verið fyrsta tilraunin hérlendis til að gera heildarúttekt á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu. MYNDATEXTI: Vinnuvernd skiptir alla máli, segja þau Kristinn Tómasson yfirlæknir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir sérfræðingur og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur, starfsmenn rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlits ríkisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar