Fréttaljósmynd ársins

Fréttaljósmynd ársins

Kaupa Í körfu

PJETUR Sigurðsson á DV vann í flokknum Fréttaljósmynd og Mynd ársins í samkeppni Blaðaljósmyndarafélagsins. Sýning á myndum í keppninni Mynd ársins 2003 var opnuð á laugardaginn af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Að því loknu kynnti Bjarni Eiríksson, formaður dómnefndar, úrslitin. Þrjátíu ljósmyndarar sendu inn samtals um 915 ljósmyndir í forval. Dómnefnd valdi svo úr um 180 myndir sem eru á sýningunni ásamt verðlaunamyndunum. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, hlaut tvenn verðlaun. MYNDATEXTI: Verðlaunahafar í keppninni: Kristinn Ingvarsson, Gísli Egill Hrafnsson, Árni Sæberg, Pjetur Sigurðsson, Árni Torfason, Þorvaldur Örn Kristmundsson og Brynjar Gauti Sveinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar