Svava Jakobsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Svava Jakobsdóttir

Kaupa Í körfu

ÚTFÖR Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar og fyrrverandi alþingismanns, fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Svava andaðist á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi laugardaginn 21. febrúar síðastliðinn. Séra Ragnar Fjalar Lárusson jarðsöng og organisti var Hörður Áskelsson. Kammerkórinn Schola cantorum söng við athöfnina, Gunnar Guðbjörnsson söng einsöng, Inga Rós Ingólfsdóttir lék einleik á selló og Hjalti Rögnvaldsson leikari las upp. Líkmenn sem báru kistuna úr kirkju voru Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður, Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, Gerður Kristný rithöfundur, Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar