Leikskólabörn heimsækja Kraftvélar

©Sverrir Vilhelmsson

Leikskólabörn heimsækja Kraftvélar

Kaupa Í körfu

FYRIRTÆKIÐ Kraftvélar í Kópavogi bauð leikskólabörnum í heimsókn og skemmtu þau litlu sér við að skoða tröllvaxnar vinnuvélar fyrirtækisins. Þau fengu ekki aðeins að standa í skóflunni, sem er heljarstór, heldur fengi þau hugrökkustu einnig að setjast undir stýri. Eins og gefur að skilja var þó lítið ekið um á vinnuvélunum en frjótt ímyndunarafl er reyndar það eina sem til þarf þegar maður er tæpur metri á hæð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar