Björgunarsveit við Fellsmúla 5

Brynjar Gauti

Björgunarsveit við Fellsmúla 5

Kaupa Í körfu

VEÐUROFSINN náði hámarki í gærkvöldi á suðvesturhorni landsins og á Snæfellsnesi og fór vindstyrkurinn allt upp í 30 metra á sekúndu í hviðum á vindmæli Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Á Skálafellstindi mældist vindurinn 48 metrar á sekúndu um kl. 10 í gærkvöldi en reiknað var með að vind lægði með nóttinni. Ekki er vitað um meiriháttar tjón eða óhöpp vegna stormsins MYNDATEXTI: Hópur björgunarsveitarmanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg berst við að festa klæðningu utan á hús við Fellsmúla 5 í gærkvöldi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar