Stórmót Hróksins

Stórmót Hróksins

Kaupa Í körfu

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri lék fyrsta leiknum fyrir Júlíu Rós Hafþórsdóttur gegn Regínu Pokornu í Stórmóti Hróksins og Fjölnis sem hófst í Rimaskóla í gær. Mótið er atskákmót með 25 mínútna umhugsunartíma. Þátttakendur eru 103, þar af fimm erlendir og þrír íslenskir stórmeistarar. Þeir Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fylgdust með fyrsta leiknum af nákvæmni. Skákmótinu lýkur á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar