St. Franciskusspítali

Gunnlaugur Árnason

St. Franciskusspítali

Kaupa Í körfu

St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur borist vegleg gjöf. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hálsi á Skógarströnd færði stjórnendum sjúkrahússins gjafabréf til minningar um systur sína Guðfinnu Sigurðardóttur. Í gjafabréfi hennar kemur fram að hún gefur Olympus-magaspeglunartæki, Gymna-Uniphy Bobath-meðferðarbekk, Follo Corpus M-meðferðarbekk og Schupps McChair-nuddstól. Kaupverð þessara tækja er samtals 3,7 milljónir króna. MYNDATEXTI: Sigurbjörg Sigurðardóttir afhendir Jósef Blöndal yfirlækni gjafabréfið. Með á myndinni eru Róbert Jörgensen framkvæmdarstjóri, Sigurlín Gunnarsdóttir, Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Brynja Reynisdóttir húkrunarforstjóri og systir Antonia Hofbauer príorina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar