Alcan í Straumsvík

Þorkell Þorkelsson

Alcan í Straumsvík

Kaupa Í körfu

Alþjóðleg ál- og orkuráðstefna hófst á Hótel Nordica í gær á því að fjallað var um íslenska álmarkaðinn. Þar er mikil stækkun framundan og stutt í að Ísland taki forystu í álframleiðslu, að því er sumir frummælendur fullyrtu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði á ráðstefnunni að Landsvirkjun liti svo á að enn væri rúm fyrir eitt nýtt álver hér á landi á næsta áratug, frá árinu 2012 til 2020, og ef ekkert yrði af fyrirhugaðri stækkun álvers Alcan í Straumsvík gæti fyrsti áfangi nýs álvers risið næsta áratuginn. Yrði þetta raunin sagði Friðrik að heildarframleiðsla á áli næði einni milljón tonna á ári og Ísland myndi skipa sér í hóp helstu álframleiðsluríkja heims. MYNDATEXTI:

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar