Ál- og orkumál
Kaupa Í körfu
Alþjóðleg ál- og orkuráðstefna hófst á Hótel Nordica í gær á því að fjallað var um íslenska álmarkaðinn. Þar er mikil stækkun framundan og stutt í að Ísland taki forystu í álframleiðslu, að því er sumir frummælendur fullyrtu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði á ráðstefnunni að Landsvirkjun liti svo á að enn væri rúm fyrir eitt nýtt álver hér á landi á næsta áratug, frá árinu 2012 til 2020, og ef ekkert yrði af fyrirhugaðri stækkun álvers Alcan í Straumsvík gæti fyrsti áfangi nýs álvers risið næsta áratuginn. Yrði þetta raunin sagði Friðrik að heildarframleiðsla á áli næði einni milljón tonna á ári og Ísland myndi skipa sér í hóp helstu álframleiðsluríkja heims. MYNDATEXTI: Frummælendur í upphafi ráðstefnunnar voru auk iðnaðarráðherra, talið frá vinstri, Kenneth Peterson, Rannveig Rist, Friðrik Sophusson og Bernt Reitan. Ráðstefnustjóri var Rachel Carnac frá Metal Evants Ltd.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir