Íbúaþing í Ölfusi

Jón H Sigurmundsson

Íbúaþing í Ölfusi

Kaupa Í körfu

Þorlákshöfn | Lokið er vel heppnuðu íbúaþingi í Sveitarfélaginu Ölfusi, þingið var vel sótt og að sögn þeirra sem höfðu umsjón með þinghaldinu tókst það mjög vel í alla staði. Það var ráðgjafarfyrirtækið Alta sem hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd þingsins. Alta hefur orðið mikla reynslu af því að halda íbúaþing en þetta er 15. eða 16. þingið sem þau stýra MYNDATEXTI: Fylgst með: Þátttakendur tóku virkan þátt í umræðunum sem fram fóru um málefni bæjarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar