Rúnar Sverrisson

Kristján Kristjánsson

Rúnar Sverrisson

Kaupa Í körfu

Voruð þið nokkuð boðin í afmæli síðasta sunnudag? Ef þið eruð svo heppin að þekkja einhvern sem átti afmæli á sunnudaginn vitið þið alveg örugglega hvað það er sérstakt að eiga afmæli 29. febrúar. Rúnar Sverrisson, sem er sextán ára, átti afmæli í fjórða sinn á sunnudaginn. Hvernig er að eiga afmæli á hlaupársdegi? Það er ágætt bara. Hefur þér aldrei fundist það leiðinlegt? Nei, nei. Þegar ég var minni fannst mér það svolítið skrýtið en það var samt bara skemmtilegt. Það var samt náttúrlega skemmtilegast á hlaupárum þegar ég átti alvöruafmæli. Hvort heldurðu upp á afmælið þitt 28. febrúar eða 1. mars á venjulegu ári?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar