Borðtennis
Kaupa Í körfu
BORÐTENNIS er vaxandi íþróttagrein en unglingastarf er nú aðallega stundað í tveimur félögum á höfuðborgarsvæðinu, KR og Víkingi en vísir að deild hjá Stjörnunni í Garðabæ. Deildirnar eru öflugar og góðir þjálfarar sjá um að allir læri listina. Minna er um unglingastarf úti á landi en þó er lífleg deild rekin á Hvolsvelli undir nafni Dímons, í Reyholti og hjá Akri á Akureyri að ekki sé minnst á Flateyri. Auk þess hafa fatlaðir náð langt á mótum erlendis. Hjá KR æfa um 70 krakkar, sem er talsverð fjölgun frá í fyrra. Aðstaðan er góð í íþróttahúsi KR en samt þarf að skipta hópnum upp í 9 flokka til að geta sinnt krökkunum betur. Morgunblaðið brá sér í heimsókn og fylgdist með nokkrum af þessum hópum spreyta sig, ekki bara við keppni heldur alls kyns borðtennisleiki enda var fjörið mikið. Leiðin lá næst til Víkinga. Í fyrstu leit út fyrir að blaðamaður hefði villst af leið því í æfingasalnum var kökuát og kókdrykkja í hávegum höfð en við eftirgrennslan kom í ljós að tveir af drengjunum í félaginu áttu afmæli. Krakkarnir gerðu sér því glaðan dag og formaður deildarinnar mátti gjöra svo að borga fyrir herlegheitin en þau voru ekki án fórna því fyrst skyldi syngja - síðan kökur. Krakkarnir létu sig hafa það. MYNDATEXTI: KR-ingar gerðu hlé á æfingu. Í neðri röð f.v. eru Helgi G. Hermannsson, Óðinn P. Ríkharðsson, Egill D. Úlfarsson, Gunnsteinn Sigurjónsson, Skúli Gunnarsson, Snorri H. Hjálmarsson og Victor I. Jakobsen. Í efri röð Höskuldur Þ. Sigurðsson, Halldór E. Ingþórsson, Pétur Gunnarsson og Jón B. Kristinsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir