Samkomuhúsið í Sandgerði

Reynir Sveinsson

Samkomuhúsið í Sandgerði

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar samþykktu á fundi bæjarstjórnar að gerast hluthafi í Fasteignafélaginu Fasteign hf. og ganga til samninga við félagið um sölu á skóla- og íþróttamannvirkjum og samkomuhúsi bæjarins og um viðhald og frágang á þessum byggingum. Fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði á móti. Fulltrúar bæjarstjórnar hafa um tíma verið í viðræðum við fulltrúa Fasteignafélagsins Fasteignar hf. um aðild að félaginu sem Íslandsbanki, Reykjanesbær og fleiri standa að. Var þessi ráðstöfun samþykkt á sérstökum aukafundi í bæjarstjórn síðastliðinn miðvikudag. Jafnframt var ákveðið að ganga til samninga við félagið um yfirtöku á tilteknum eignum og sérfræðingum falið að yfirfara og sannreyna endanlegan samning. MYNDATEXTI: Uppbygging: Samkomuhúsið verður endurbyggt í höndum nýrra eigenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar