Keila

Stefán Stefánsson

Keila

Kaupa Í körfu

SÚPERMAN sló bara niður 4 keilur, frekar slappt hjá honum, og Spiderman náði sjö en Rauðhetta með snuðið skaut niður níu keilur og fagnaði rækilega. Öll voru þau stödd á keilumóti, nánar tiltekið í Keilu í Mjódd á öskudaginn þegar fram fór líflegt grímubúningamót yngri kynslóðarinnar í keilu. Flestir krakkanna voru mjög ákafir enda hafði fyrri hluti dags farið í að safna í stóra poka sælgæti sem knúði þau áfram síðar um daginn MYNDATEXTI: Meðal keppenda voru þessi brúðhjón - Thelma Rut Einarsdóttir og Margrét Ágústsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar