Sigmar Óttarsson

Sigmar Óttarsson

Kaupa Í körfu

Sigmar Óttarsson missti vinstri fót í slysi í netabátnum Eldhamri "ÉG LAMAÐIST alveg, en hugsun mín varð strax sú að ég ætlaði ekki að fara í sjóinn með færinu, þá vissi ég að allt væri búið." Þannig lýsir Sigmar Óttarsson sjómaður fyrstu viðbrögðum sínum við því að hann festi vinstri fótinn í færi þar sem hann var að leggja net á netabátnum Eldhamri frá Grindavík hinn 4. janúar síðastliðinn. Í slysinu missti Sigmar vinstri fótinn ofan við ökkla og hægri fótur hans marðist og brotnaði svo illa að minnstu munaði að taka þyrfti hann líka. Um tíma var afar tvísýnt um líf hans því slysið leiddi m.a. til þess að annað lunga hans féll saman og hann fékk gallblöðrubólgu. MYNDATEXTI: Sigmar segist þurfa að taka gervifótinn í sátt: "Skrýtið þykir mér þó að hann fær hvíld á nóttunni."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar