Baldvin Þorseinsson strandar

Jónas Erlendsson

Baldvin Þorseinsson strandar

Kaupa Í körfu

Baldvin Þorseinsson EA færðist um 200 metra út í sjó þegar norski dráttarbáturinn Normand Mariner byrjaði að toga í hann kl. 22 í gærkvöldi á strandstað í Meðallandsfjörum. Var þá búið að dæla um 400 tonnum af loðnu úr lestum skipsins. Mikil vinna við björgun Baldvins Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í Meðallandsfjörum í gær. Þeir drógu meðal annars línu fyrir björgunarstól í Baldvin Þorsteinsson og notuðu skipverjarnir stólinn til að komast í land þegar þurfa þótti. Milli 30 og 40 björgunarsveitarmenn undirbjuggu björgunina í gærdag og skiptust þeir á við að standa vaktina í fjörunni. Ágætlega viðraði á björgunarmenn í fjörunni í gær sem auðveldaði þeim öll störf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar