Sandra Bruneikaité

Jim Smart

Sandra Bruneikaité

Kaupa Í körfu

Samskipti háskólanema og atvinnulífs eru mikilvæg. Samtökin Aiesec rækta tengslin og segja báða aðila geta lært af hinum. FRAMADAGAR voru haldnir í tíunda sinn á föstudag, en þar leiða saman hesta sína fyrirtæki og stofnanir og nemendur í hinum ýmsu háskólum landsins. Aiesec, alþjóðlegt félag háskólanema, stendur fyrir framadögum, en Aiesec á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1948 og var félagið upphaflega einungis á vegum viðskipta- og hagfræðinema. Félagið var stofnað hér á landi árið 1961 og hefur síðan þá þróast þannig að innan þess starfa nú nemendur úr öllum helstu deildum háskólastofnana hér á landi. MYNDATEXTI: Sandra Bruneikaité, almannatengslafulltrúi Framadaga, er ánægð með það hvernig atburðurinn heppnaðist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar