Grásleppuvertíð

Grásleppuvertíð

Kaupa Í körfu

Grásleppuvertíðin er að byrja. Í mörg ár hefur vertíðin hafist 1. apríl en nú er breyting á og mátti byrja að leggja netin í sjó 15. mars. Drangsnes er mikil grásleppuveiðstöð og segja sumir að Drangsnesingar hafi fundið grásleppuna upp. Án þess að farið sé neitt nánar út í þá fullyrðingu þá er mikill hugur í Drangsnesingum fyrir þessa vertíð. Það er eins og veðurguðirnir hafi gengið í lið með þeim því í glampandi sól og staflogni keppast menn við að gera klárt bæði í Kokkálsvíkurhöfn og eins við Drangsnesbryggju. Stemmingin er góð, allir bátar orðnir fullir af netum og baujum og klárir til veiða. MYNDATEXTI: Til veiða: Helga Arngrímsdóttir og Haraldur Ingólfsson greiða niður grásleppunet um borð í Unni ST, en hugur er í Drangnesingum fyrir vertíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar