Bókmenntaverðlaun Æskunnar og RÚV

Bókmenntaverðlaun Æskunnar og RÚV

Kaupa Í körfu

KRISTÍN Sólveig Kormáksdóttir frá Vestmannaeyjum hreppti fyrsta sætið í ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar og RÚV, fyrir söguna Stríðni er ljótur siður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin að Bessastöðum. Um þúsund 10 -13 ára börn tóku þátt. Tvær stúlkur fengu önnur til þriðju verðlaun, þær Lovísa Úlfarsdóttir, Glámu, Rangárvallasýslu og Salvör Sæmundsdóttir, Lyngholti í Dýrafirði. Þrjár stúlkur fengu fjórðu til sjöttu verðlaun, þær Dagrún Ósk Jónsdóttir, Kirkjubóli, Strandasýslu, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Akureyri og Sonja Lind Víðisdóttir, Reyðarfirði. Tíu krakkar fengu aukaverðlaun: Ágústa Gunnarsdóttir, Reykjavík, Ásdís Rósa Hafliðadóttir, Kópavogi, Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Hafnarfirði, Berglind Inga Jóhannsdóttir, Þingeyri, Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir, Seltjarnarnesi, Halldóra Kristín Bjarnadóttir, Aðalbóli, Þingeyjarsýslu, Harpa Rún Kristjánsdóttir, Hólum, Rangárvallasýslu, Linda Björg Guðmundsdóttir, Flateyri, Ólafur Kjaran, Reykjavík, Rebekka Hlín Rúnarsdóttir, Reykjavík. Í dómnefnd voru Sigríður Pétursdóttir, umsjónarmaður Vitans hjá RÚV, formaður, Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður og Helgi Árnason skólastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar