V-dagur

Ásdís Ásgeirsdóttir

V-dagur

Kaupa Í körfu

V-dagurinn haldinn hátíðlegur í dag V-DAGURINN verður haldinn hátíðlegur í dag og verður sérstök dagskrá í framhaldsskólum landins vegna þessa. Á morgun verður svo frumsýnd heimildarmynd bandarísku kvikmyndagerðarkonunnar Angelu Shelton sem nefnist Í leit að Angelu Shelton (Searching for Angela Shelton). Segir á heimasíðu V-dagssamtakanna um upphaf þessa dags: "V-dagssamtökin voru stofnuð í New York árið 1998. Samtökin voru stofnuð í tengslum við leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur eftir Eve Ensler sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda enda á ofbeldi gegn konum um allan heim og munu samtökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð" (www.vdagur.is). MYNDATEXTI: Frá undirritun samningsins. Björn Ingi Hilmarsson, stjórnarmaður í V-dagssamtökunum, Ingi Þór Emilsson, framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólanema, og Kristín Lind en hún flutti eintal úr Píkusögum af tilefninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar