Þoka yfir Reykjavík

Ragnar Axelsson

Þoka yfir Reykjavík

Kaupa Í körfu

ENGU var líkara en Reykjavík hefði verið pakkað inn í bómull þegar hún var skoðuð úr lofti um miðjan dag í gær, en þá byrjaði að létta þokunni, sem lá yfir borginni þegar Reykvíkingar fóru á fætur í gærmorgun. Veðurfræðingar líta þó öðruvísi á málið, og samkvæmt þeirra fræðum varð þessi aðstreymisþoka svona óvenjuþykk og langlíf vegna þess hversu kyrrt var í borginni. Hlýtt veður undanfarið og snögg kólnun síðustu nótt varð þess valdandi að mikill raki myndaðist, og enginn vindur var í borginni til að blása honum í burtu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar