Orkuveitan sýning
Kaupa Í körfu
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur haslað sér nýjan völl, nú í menningargeiranum. Ekki færri en fimm listamenn hafa unnið listaverk sem verða til frambúðar í og við bygginguna á Bæjarhálsi. Eftir opna hugmyndasamkeppni var valinn lítill hópur til að gera tillögur að listaverkum og á endanum fimm þeirra til framkvæmda. Listamennirnir sem um er að ræða eru þau Finnbogi Pétursson, Svava Björnsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þór Vigfússon og Hreinn Friðfinnsson. Þrjú listaverkanna hafa þegar verið sett upp en verk þeirra Finnboga og Kristjáns eru ekki tilbúin. Það eru þau Þór, Svava og Hreinn sem gefa byggingunni nú þegar töluvert líf og ekki verður síðra að koma þar þegar verk þeirra Kristjáns og Finnboga bætast við en væntanlega verður það í lok þessa árs eða upphafi næsta. MYNDATEXTI: Þögull slátturinn - kveðja frá vetrarbrautinni" yrkir Sjón í sýningarskrá
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir