Hönnunarsamkeppni

Hönnunarsamkeppni

Kaupa Í körfu

HÖNNUN 72 framhaldsskólanemar tóku þátt í samkeppni Auglýsingaherferð: Anna R. Róbertsdóttir úr Borgarholtsskóla lenti í 1. sæti. Anna Rakel Róbertsdóttir, nemi á listnámsbraut Borgarholtsskóla, bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni, sem Stúdentaferðir stóðu að og efndu til í samstarfi við listnámsbrautir á framhaldsskólastigi. Alls skiluðu 72 nemendur verkum í keppnina frá fimm framhaldsskólum. Úrslitin voru tilkynnt sl. fimmtudagskvöld í Listasafni Reykjavíkur og voru verkin þá jafnframt til sýnis. Þema keppninnar var stúdentaferðir og dæmdi sérstök dómnefnd út frá frumleika og notagildi, en verkin endurspegluðu m.a. auglýsinga- og markaðsefni, fatnað og innanhússarkitektur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar