Stefanía og Halla

Ásdís Ásgeirsdóttir

Stefanía og Halla

Kaupa Í körfu

Hver kannast ekki við að koma heim eftir að hafa komið við í búðinni á leiðinni úr vinnu og henda ólystugum skyndirétti inn í ofn þar sem enginn tími gefst til almennilegrar matseldar? Eða koma inn úr dyrunum, dauðþreyttur eftir erfiðan vinnudag, gersneyddur hugmyndum um hvað bera skuli á borð fyrir fjölskylduna eftir hálftíma eða svo? Stefanía Valdís Stefánsdóttir og Halla Guðmundsdóttir þekkja þessi vandamál vel, ekki endilega af eigin raun heldur frá fólki sem á það sameiginlegt að hafa undan því að kvarta að ekki sé ráðrúm til eldamennsku í dagsins önn. Þær eru heimilisfræðikennarar og starfa báðar á sama kennslusvæðinu en hvor við sinn skólann, Stefanía sem aðjúnkt í heimilisfræðum við Kennaraháskóla Íslands og Halla sem matreiðslukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. MYNDATEXTI: Heimilisfræðikennararnir: Stefanía Valdís Stefánsdóttir og Halla Guðmundsdóttir skiptast á uppskriftum og læra hvor af annarri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar