Jón Ingi Hákonarson

©Sverrir Vilhelmsson

Jón Ingi Hákonarson

Kaupa Í körfu

Leiksýninginn Le'Sing eða Syngjandi þjónar hefur slegið í gegn og gengið afar vel síðan frumsýnt var á Litla sviðinu í Broadway fyrir einu og hálfu ári. Í sýningunni þjóna leikarar til borðs á milli þess sem þeir bregða á leik með söng, dansi og sprelli. Nú eru tveir nýir leikarar komnir inn í sýninguna. Ingibjörg Stefánsdóttir leik- og söngkona en einnig Jón Ingi Hákonarson en hann útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2001 frá Rose Bradford í London. Hann hefur verið að leika á Akureyri en er nú í Grease-sýningunni og náttúrulega Le'Sing. Jón svaraði ljúfmannlega eftirfarandi spurningum sem fyrir hann voru lagðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar