Þorsteinn Gylfason

Jim Smart

Þorsteinn Gylfason

Kaupa Í körfu

ÞORSTEINN Gylfason prófessor við Háskóla Íslands hefur verið gerður að heiðursfélaga Félags áhugamanna um heimspeki. Félagið sýndi Þorsteini þennan virðingarvott fyrir áralangt starf að vexti og viðgangi heimspekinnar með ritstörfum, þýðingum og kennslu. Á fundi í félaginu gerði Jón Ólafsson grein fyrir störfum Þorsteins Gylfasonar og Þorsteinn þakkaði félögum sínum veittan heiður. Fram að þessu hefur aðeins einn verið valinn heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um heimspeki, en það var Brynjólfur Bjarnason (1898-1989).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar