Nils Vollertsen

Nils Vollertsen

Kaupa Í körfu

Átta listamenn frá Suður-Jótlandi og Suður-Slésvík opna samsýningu í aðalsal Hafnarborgar í dag og sýna þar málverk, teikningar, skúlptúra og innsetningar undir heitinu "Skipið er hlaðið..." Tveir af listamönnunum, þau Nils Vollertsen og Tine Bay Lührsen, sem bæði eru frá Suður-Slésvík eru undanfarar hópsins og setja upp sýninguna sem kemur hingað frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem hún var sett upp í Norræna húsinu. Frá Hafnarborg fer sýningin til Akureyrar og verður þar sett upp á vegum Gilfélagsins. MYNDATEXTI: Nils Vollertsen við myndir sínar á samsýningu jósku myndlistarmannanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar